Vantar þig aðstoð?
Fáðu nýtt loð á úlpuhettuna þína!
Er loðið á úlpuhettunni orðið lúið? Þú getur komið með það til okkar og fengið nýtt loð saumað á. Þetta gefur hettunni ferskan andblæ!
Hvernig er ferlið?
- Á hettunni er annaðhvort renndur eða hnepptur renningur, ef svo er ekki hringið í síma 588-0488
- Þú kemur til okkar á Snorrabraut 56
- Velur nýtt loð og skilur renninginn eftir
- Við saumum nýja loðið á renningin
- Þú færð tilkynningu um að loðið sé klárt og kemur að sækja!
“Okkar markmið er að lengja líftíma bæði okkar vara og vara annarsstaðarfrá með viðhaldi og viðgerð. Við gerum okkar allra besta í því að finna bestu leiðina til að dytta að hverri einustu flík sem við tökum á móti á verkstæðinu.”
Heiðar Sigurðsson – Feldskeri
Hringdu á undan þér!
Áður en þú kemur með flíkina þína til okkar er best að hringja á undan sér í feld skerann, Heiðar í síma 896-5555. Hann metur með þér hvernig er hægt að aðstoða þig og mælir sér mót við þig í verslun okkar á Snorrabraut 56!
Before we can take in your garment for repairment or alteration Heiðar furrier needs to take a look at the garment and see all the possibilities.
Contact +354 588-0488 and schedule a time to meet the furrier.
Vörur frá Feldi
Til þess að veita þér eins góða þjónustu og völ er á bjóðum við fríar viðgerðir á vörum frá okkur. Þannig tekst okkur að lengja líftíma okkar vara og passa upp á að viðhaldið á þeim sé sem best!